Færsluflokkur: Evrópumál
Innganga og Viðræður
16.11.2012 | 00:33
Jæja, loksins kom að því, ráðherra er komnir á blað með ummæli þess efnis að skoða þurfi framsal ríkisvaldsins. Er þetta ekki það sem ríkisstjórnin hefur alla tíð haft sem forgangsverkefni frá því að þau fengu völd, að koma okkur inn í ESB, þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar.
Byrjað var á ESB umsókn og síðan var stjórnarskrár-ævintýrinu ýtt úr vör.
Ég held að stjórnarskrár málið hafi verið til þess gert að draga athyglina frá vanhæfni stjórnarinnar að taka á málum sem hefðu átt að hafa forgang, skuldir heimilanna voru stökkbreyttar og allt púður fór í að passa uppá peninga-elítuna á kostnað skattborgara.
Það er ekki nauðsynlegt akkúrat núna að endurskrifa nýja stjórnarskrá þegar taka þarf á mesta efnahagshruni þjóðarinna enda þarf að vanda til verks og sleppa öllu pólitísku bulli við skrif nýrrar stjórnarskrár.
Sem betur fer var Icesave-bullið sent til heimahúsanna því það var ætlunin að demba þessum skuldum á venjulega borgara í boði okkar norrænu-velferðarstjórnarinnar (þvílíkur brandari).
Það á að fórna ÖLLU fyrir aðild að ESB sem meirihluti þjóðarinnar er andvígur.
Þeir sem vilja kynna sér hvaða skilyrði eru fyrir inngöngu geta skoðað síðu stækkunardeildar ESB og þar kemur skýrt fram hve skilyrðin eru og hvað er hægt að semja um.
Það er bókstaflega ekki hægt að taka mark á einu einasta orði sem kemur frá ríkisstjórninni því þau hafa verið iðin við það að bulla, þá sérstaklega Brussel-belgurinn hann Össur.
Framsal ríkisvalds krefst skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meiri ESB kreppa ?
15.11.2012 | 20:59
Evru-svæðið að upplifa dýpri kreppu..
Hagvöxtur dregst saman um 0.1% á 3ja ársfjórðungi eftir samdrátt á 2um ársfjórðingi uppá 0.2%.
Þessar tölur koma fram aðeins degi eftir verkföll gegn niðurskurði.
Spáð er auknu atvinnuleysi á Evru-svæðinu um 11.3% og 10.5% á ESB-svæðinu, jafnvel að þessar tölur hækki meira 2013, framhaldið líklega að versna.
Eurozone slides deeper into recession just a day after violent anti-austerity strikes
Euro zone falls into second recession since 2009
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)