Hætta strax

Hvernig væri ef gerð yrði krafa um að fá nákvæma stöðu mála á öllum köflum sem hefur verið lokað til bráðarbrigða, ef ekki hvers vegna er svo mikil leynd yfir þessum köflum.

Ég sendi fyrirspurn fyrir nokkru síðan til utanríkisráðuneytisins og fékk eftirfarandi svör :

------------------------------

Viðræðum um 10 kafla er lokið og þeim hefur verið lokað til bráðabirgða. Rétt er þó að hafa í huga að engum kafla er að fullu lokið fyrr en sjálfur aðildarsamningurinn er lagður fram.

Viðræðum lokið:

2. frjáls för vinnuafls
6. félagaréttur
7. hugverkaréttur
20. Iðnstefna
21. Evrópskt samgöngunet
23. réttarvarsla/grundvallarréttindi
25. vísindi og rannsóknir
26. menntun og menning
29. neytenda- og heilsuvernd
31. Utanríkis-, öryggis- og varnarmál

Upplýsingar um kaflana og samningsafstöðu Íslands, sem gefur góða vísbendingu um niðurstöðurnar er að finna hér:

EES2 , EES1 , Innanríkismál ,Utanríkismál


Af hálfu Evrópusambandsins má lesa um niðurstöðurnar í grófum dráttum hér:

(um kafla 14, 19, 32)

(um kafla 9, 18, 29)

(um kafla 8, 15, 28 og 31)

(um kafla 5 og 10)

(um kafla 2, 6, 20. 21, 23 og 33)

(um kafla 2 og 7)

Unnið er að framsetningu á niðurstöðu viðræðnanna í einstökum samningsköflum á vefnum um aðildarsamningana,
www.vidraedur.is

 ---------------------------------

Ég bendi já-sinnum á bls.23 neðst í kafla 12. um Matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði í Framvinduskýrslu ESB fyrir árið 2012 en Þar segir

"Iceland continues to prohibit the import of resh meat, meat products and other products of animal origin from the EU, which is not in line with the acquis. The EFTA Surveillance Authority (ESA) has started legal proceedings
against Iceland concerning these bans on imports."

 Já lesið þetta vel því hér er verið að vitna í hvernig "undanþágur" er hægt að fá hjá ESB-sambandsríkinu.  Það er sem sagt verið að fara með fyrir dóm, bann við innflutning á lifandi dýru til að fella það niður.

Það er alveg ljóst af minni hálfu að við eigum að hætta viðræðum strax, þó ekki með einhverjum látum og brussugang,  því að það er helförin ein að ætla að innleiða kommúnista-stefnuna hér á landi, þegar möguleikar landsins eru að galopnast á næstu árum, þá er ég að tala um umskipunarhöfn við opnun norðurleiðarinnar og möguleikanum á olíu, jafnframt eru 111 dagar til kosninga sem er allt of langur tími.

Eina ástæðan sem ég sé fyrir því að fá nákvæma skýrslu um stöðu mála í aðlögunar-viðræðunum væri til að losna við endalaust væl ESB-sinna um undanþágur og sérákvæði sem við værum að fá..... eða þannig

Svo að froðu-snakkið um að "kíkja í pakkann" hverfi úr bloggheimum.

 ESB, nei nei nei og aftur nei.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband