ESB Friðar
14.11.2012 | 18:05
samkvæmt ESB-sinnum er ESB samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu sem stofnað var til þess að bæta lífskjör fólks í öllum aðildarríkjum þess og til að tryggja eins og kostur er frið milli þeirra.
Það var einmitt það.
Hvernig er ástandið í evrópu núna?
Grikkland og Ítalía riða nú á barmi borgarastyrjaldar vegna valdagræðgi ESB.
Spánn og Portúgal líklega á sömu leið enda er atvinnuleysi að aukast á svæðinu.
Eigum við ekki að splæsa í önnur friðarverðlaun handa Brussel-elítunni?
Og þetta er það sem núverandi ríkisstjórn vil þröngva okkur inní, þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar.
Sem betur fer er fólk í Englandi að vakna til lífsins og komast að sannleikanum um ESB.
Ég vona að það fólk sem trúir að okkur sé betur borgið innan ESB fari virkilega og kynni sér málið fyrir alvöru og hætti að hlusta á það sem er matað ofaní fólk eftir í hvaða flokki það tilheyrir.
Fólk þarf virkilega að spyrja sig... 'hvað er best fyrir landið mitt' en ekki 'hvað er flokkurinn minn að segja mér að sé best'.
Tek fram að ég tilheyri ekki neinum sérstökum flokki en er samt á móti inngöngu í ESB.
17 lögreglumenn sárir eftir átök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.